Byggingavettvangurinn lagði fram á fundi í nóvember tillögur sem snúa að úrbótum í byggingariðnaði á Íslandi. Á fundinum kynnti Ásmundur Einar Daðason, ráðherra byggingamála fjórar tillögur sem allar snúa að því að búa til betri og skilvirkari byggingariðnað.

Nýjar tillögur á grunni skýrslu og samráðsdags

Mikil byggingaþörf blasir við á landinu næstu áratugi en á sama tíma eru uppi síauknar kröfur um hagkvæmara og fjölbreyttara húsnæði, aukið tillit til umhverfissjónarmiða, einfaldleika og skilvirkni og aukið svigrúm fyrir stafrænar lausnir og gagnaúrvinnslu.

Tillögurnar voru unnar á grunni skýrslu átakshóps sem út kom árið 2019 um bætta stöðu á húsnæðismarkaði og samráðsdags Byggingarvettvangsins þar sem hagaðilum bauðst að koma sjónarmiðum sínum að. Í þeirri vinnu komu fram nokkrir þættir þar sem úrbóta er þörf. Þeirra á meðal voru dreifing málefna innan stjórnsýslunnar, skortur á flokkun mannvirkja, langur málsmeðferðartími kæra, og skortur á rafrænni stjórnsýslu.

Betri byggingariðnaður með rafrænni stjórnsýslu og samtali

Tillögurnar sem lagðar voru til miða allar að því að nýta rafræna stjórnsýslu og samtal hagaðila. Þannig er þeim ætlað að einfalda ferla og regluverk og stytta byggingatíma. Þeim er ætlað að lækka byggingakostnað og þar með húsnæðisverð, auka skilvirkni, efla og einfalda eftirlit og stuðla að betri samvinnu og samtali aðila í greininni.

Tillögurnar eru alls fjórar. Lagt var til að gera Byggingagátt að lagaskyldu við húsbyggingar, að tekin verði upp ný flokkun mannvirkja, að ákvæði um faggiltar skoðunarstofur verði fellt niður og að málsmeðferðartími kæra verði styttur og einfaldaður.

Sækja skýrslu

Skráningu á viðburðinn er nú lokið.

SKRÁNING

Nafn
Netfang
Símanúmer
Fyrirtæki / Stofnun
Skilaboð
MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á SKRÁNINGU SAMÞYKKIR ÞÚ NOTENDASKILMÁLA OKKAR, Þ.Á.M. PERSÓNUVERNDARSTEFNU.
Skráning á viðburð