Byggingavettvangur

Byggingavettvangurinn er samráðsvettvangur opinberra og einkaaðila sem tengjast byggingariðnaði. Hlutverk hans er að tryggja og efla samtal hagaðila um hagsmunamál byggingariðnaðarins auk þess að efla nýsköpun, rannsóknir og þróun en vera jafnframt vettvangur samskipta og samtals þeirra og annarra lykilaðila greinarinnar.

Vettvangnum er ætlað að efla innviði og auka samkeppnishæfni byggingariðnaðarins og vinna að úrbótum með áherslu á verkefnadrifna starfsemi sem miðar að samhæfingu í verklagi og regluverki.

Aðilar Byggingavettvangsins eru Samtök iðnaðarins, Íbúðalánasjóður, Mannvirkjastofnun, Framkvæmdasýsla ríkisins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Skipulagsstofnun.

Verkefnastjóri er Sandra Hlíf Ocares.

Tillögur um úrbætur í bygginga- og skipulagsmálum

Skýrsla Byggingavettvangsins 6. nóvember 2019

Sækja skýrslu